Eftir að keyrslan Loka rekstrarreikningi hefur verið notuð til að mynda lokunarfærslu eða færslur ársloka verður að opna færslubókina sem var tilgreind í keyrslunni og fara yfir og bóka færslurnar.

Til að bóka lokunarfærslu ársloka

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Færslubók og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Færslubók í reitnum Heiti keyrslu er keyrslan sem inniheldur lokunarfærslurnar valin.

  3. Farið er yfir færslurnar.

  4. Á flipanum Heim veljið Bóka til að bóka færslubókina.

Til athugunar
Greinist villa birtast villuboð. Ef bókunin heppnast eru bókaðar færslur fjarlægðar úr færslubókinni. Þegar færsla hefur verið bókuð er hún bókuð á alla rekstrarreikninga til að staðan verði núll, og útkoma ársins er færð á efnahagsreikning.

Ábending

Sjá einnig